Í dái eftir fæðingu með kórónuveiruna

Grace Victory er búin að liggja í dái í mánuð.
Grace Victory er búin að liggja í dái í mánuð. Skjáskot/Instagram

Bresku youtubestjörnunni Grace Victory hefur verið haldið í dái síðan á jóladag. Victory greindist með kórónuveiruna í byrjun desember, þá komin sjö mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Hún fæddi heilbrigðan son í heiminn á aðfangadag en læknar hennar settu hana í dá á jóladag vegna öndunarerfiðleika.

Til að byrja með var hún með væg einkenni og ekki mikið veik. Eftir rúmar tvær vikur ágerðust veikindin og ákváðu læknar hennar að framkalla fæðingu fyrir tímann. Eftir fæðinguna versnaði ástand hennar til muna og því var hún sett í öndunarvél og í dá. Drengurinn litli kom heilbrigður í heiminn. 

Fjölskylda hennar sendi frá sér tilkynningu þar sem þau báðu fólk að biðja fyrir henni.

Victory er með yfir 200 þúsund fylgjendur á instagram og yfir 200 þúsund áskrifendur að youtuberás sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert