Jóhann Berg og Hólmfríður eignuðust strák

Jóhann Berg og Hólmfríður Björnsdóttir.
Jóhann Berg og Hólmfríður Björnsdóttir.

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, og Hólmfríður Björnsdóttir lögfræðingur eignuðust sitt annað barn í dag. Jóhann tilkynnti það stoltur í færslu á Instagram.

Jóhann og Hólmfríður eru trúlofuð og eiga fyrir eina dóttur sem fæddist árið 2016. Fjölskyldan býr í Bretlandi þar sem Jóhann leikur með Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Dagurinn var eftirminnilegur fyrir Jóhann en hann kom við sögu í leik sinna manna gegn Aston Villa þar sem Burnley vann baráttusigur.

„Sonur minn fæddist í morgun og við fengum 3 stig í kvöld. Þvílíkur dagur,“ skrifaði Jóhann við myndina af honum og syni sínum.

mbl.is