Á von á barni 26 ára eftir erfiðleika

Halsey á von á barni.
Halsey á von á barni. AFP

Söngkonan Halsey á von á sínu fyrsta barni. Söngkonan sem er einungis 26 ára hefur lengi verið opin um barneignir, frjósemi og kvensjúkdóma. Draumur hennar um að verða móðir er að rætast. 

Halsey birti mynd af sér á Instagram með óléttubumbu og kom óléttan nokkuð á óvart. Halsey er tvíkynhneigð en hætti með leikaranum Evan Peters í fyrra. Hún merkti handritshöfundinn Alev Aydin á óléttumyndunum og sagðist hann elska hana. 

Söngkonan var aðeins 23 ára þegar hún greindi frá því að hún ætlaði að frysta egg sín en hún er með endómetríósu og hafa aðdáendur hennar fylgst með henni fara í fjölda aðgerða. Stuttu áður en hún sló í gegn missti hún fóstur. Fóstrið missti hún rétt áður en hún steig á svið en hélt áfram með tónleikana þrátt fyrir að henni blæddi. 

View this post on Instagram

A post shared by halsey (@iamhalsey)

mbl.is