Sex ára prinsessa í bleikri Dior-dragt

Albert Mónakóprins og Charlene prinsessa.
Albert Mónakóprins og Charlene prinsessa. AFP

Gabríella, sex ára dóttir Alberts Mónakóprins og Charlene prinsessu, vakti mikla athygli á dögunum við opinbera athöfn fyrir að klæðast hátískufötum frá toppi til táar.

Sex ára dóttir hjónanna klæddist Dior-fötum frá toppi til táar.
Sex ára dóttir hjónanna klæddist Dior-fötum frá toppi til táar. AFP

Tískumerkið franska Dior varð fyrir valinu að þessu sinni. Gabríella var í ljósbleikri dragt úr ull og kasmír og með forláta hvíta leðurtösku sem kostar ekki undir hálfri milljón íslenskra króna. Loks var hún í sportlegum Dior-strigaskóm.

Sjálf var Charlene prinsessa í kápu frá AKRIS og með perlueyrnalokka frá Cartier.

mbl.is