Mömmu-áhrifavaldi úthýst

Cara Dumpalin er nýburahjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í svefni ungbarna.
Cara Dumpalin er nýburahjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í svefni ungbarna. Skjáskot/Instagram

Aðdáendur mömmu-áhrifavaldsins Cöru Dumpalin eru ekki ánægðir með sína konu um þessar mundir eftir að greint var frá því á Vox að hún og eiginmaður hennar, barnalæknirinn Ludwig Dumpalin, hefðu látið töluverða fjármuni renna í kosningasjóð Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 

Cara heldur úti vinsælum instagramreikningi og er með 1,3 milljónir fylgjenda. Hún er nýburahjúkrunafræðingur og sérfræðingur í svefni ungbarna. Hún hefur gefið fylgjendum sínum góð ráð í gegnum árin á samfélagsmiðlum og heldur námskeið um svefn ungbarna. 

Í umfjöllun Vox kemur fram að Dumpalin-hjónin hafi styrkt kosningasjóð Trumps um 2.000 bandaríkjadali árin 2019 og 2020. Þar var einnig rætt við nýbakaða móður sem sagðist eiga erfitt með að fylgja ráðum Dumpalin eftir að hún vissi að hún væri stuðningsmaður Trumps.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert