Frosti og Helga Gabríela eiga von á öðru barni

Frosti Logason og Helga Gabríela Sigurðardóttir eiga von á barni …
Frosti Logason og Helga Gabríela Sigurðardóttir eiga von á barni númer tvö. mbl.is/Stella Andrea

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og eiginkona hans Helga Gabríela Sigurðardóttir eiga von á sínu öðru barni. Frosti og Helga gengu í það heilaga í gær, sunnudag, og greindu frá gleðifréttunum í brúðkaupinu.

Fyrir eiga Helga og Frosti saman soninn Loga sem verður fimm ára á árinu. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is