Anna og Valdimar eiga von á barni

Anna Björk Sigurjónsdóttir og Valdirmar Guðmundsson.
Anna Björk Sigurjónsdóttir og Valdirmar Guðmundsson. mbl.is/Stella Andrea

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson og unnusta hans, Anna Björk Sigurjónsdóttir, eiga von á barni. Parið greindi frá þessu rétt í þessu. 

Parið hnaut hvort um annað í lok janúar 2018 og hefur allar götur síðan geislað af gleði og ást. Nú er komið að því að stofna fjölskyldu og er sumarbarn væntanlegt eins og parið greindi frá. 

mbl.is