Þetta þarftu að vita fyrir steypiboð

Það er gaman að fagna komu barns.
Það er gaman að fagna komu barns. Unsplash.com Ajeet Singh

Það er að mörgu að huga þegar halda á steypiboð. Lífsstílsdrottningin Martha Stewart hefur tekið saman nokkrar reglur til leiðsagnar um hvernig má gera góðan viðburð betri. 

Tímasetning boðsins

Sérfræðingar í háttvísi segja að halda skuli steypiboð í kringum sjötta eða sjöunda mánuð meðgöngunnar. Bjóða á í boðið með að minnsta kosti fjögurra vikna fyrirvara.

Boðskort prentuð á pappír

Margir leggja til að hefðbundin boðskort séu send út til gesta. Þá er hægt að geyma þau til minningar um viðburðinn auk þess sem slík boðskort gefa boðinu meira vægi. „Margir vilja geyma slík kort og jafnvel ramma þau inn. Þá elska aðrir að halda í hefðir og fá eitthvað áþreifanlegt í hendurnar,“ segir Myka Meier, sérfræðingur í háttvísi.

Gjafalisti 

Þótt ekki sé mælt með því að prenta gjafalista á boðskortin, þá má gefa ákveðna vísbendingu, til dæmis með því að hafa heimasíðu verslunarinnar í smáu letri neðst á boðskortinu.

Hver á að halda steypiboðið?

Þrátt fyrir að hefð geri ráð fyrir að nánasta fjölskyldan haldi ekki boðið til þess að forðast að fólk haldi að hún sé að safna gjöfum fyrir sjálfa sig er það viðhorf óðum að breytast. „Nú gilda í raun engar reglur um hver heldur boðið, sérstaklega á tímum kórónuveirunnar. Nú er það oftast systir, móðir, náin vinkona eða tengdamóðir sem sér um það,“ segir Meier.

Mega pabbar vera með?

Samkvæmt hefðinni á steypiboð bara að vera fyrir konur, hins vegar er það óðum að breytast. Það færist sífellt í vöxt að verðandi feður fái að vera með og þakka gestum fyrir undir lok veislunnar.

Það sem má ekki gera:

  • Ekki láta hina verðandi móður hafa fyrir neinu
  • Ekki fara í kjánalega leiki eins og að mæla óléttubumbuna
  • Berðu alla leiki undir hina verðandi móður
  • Ekki gleyma að taka fullt af myndum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert