Elísabet og Páll eignuðust son

Elísabet og Páll eignuðust son.
Elísabet og Páll eignuðust son. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlaupadrottningin Elísabet Margeirsdóttir og kærasti hennar Páll Ólafsson eignuðust son. Litli drengurinn kom í heiminn þann 9. febrúar, tveimur vikum fyrir settan dag. 

Þetta er fyrsta barn þeirra Elísabetar og Páls saman. Elísabet tilkynnti fæðingu sonarins í færslu á Facebook í gær og sagði allt hafa gengið vel. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is