Prinsessan braut konunglegar hefðir

Eugenie prinsessa og Jack Brooksbank.
Eugenie prinsessa og Jack Brooksbank. AFP

Eugenie prinsessa braut tvær hefðir þegar hún tilkynnti um fæðingu sonar síns á þriðjudaginn síðastliðinn. Prinsessan birti svarthvíta mynd á samfélagsmiðlum af fingrum sonar síns og tilkynnti þannig um fæðingu hans. 

Hefð konungsfjölskyldunnar er að tilkynna um fæðingu barns í fjölskyldunni með fjölskyldumynd fyrir utan spítalann þar sem barnið fæddi. 

Þá tilkynnti prinsessan um fæðingu hans heilum tíu tímum eftir að hann kom í heiminn, en hefðin er að tilkynna það mun fyrr í konungsfjölskyldunni. 

Drengurinn litli er fyrsta barn prinsessunnar og eiginmanns hennar Jack Brooksbank. Hann mun ekki erfa konunglegan titil, þar sem Brooksbank er ekki með neinn konunglegan titil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert