Fyrirkomulagið hefur ekki áhrif á syni Britney

Britney Spears.
Britney Spears. AFP

Tónlistarmaðurinn Kevin Federline ætlar ekki að blanda sér inn í lögráðamannsmál fyrrverandi eiginkonu sinnar Britney Spears. Ástæðan er sú að fyrirkomulagið hefur ekki áhrif á hann, né syni þeirra Jayden og Sean. 

Lögmaður Federline, Mark Vincent Kaplan, sagði við TMZ að Federline ætli ekki að fara gegn Jamie Spears, föður Britney, í málinu. Jamie hefur verið lögráðamaður hennar vel á þrettánda ár en nú vill Britney losna undan föður sínum. 

Kaplan sagði að fyrirkomulagið virki vel fyrir Federline. Hann sé meirihluta tímans með syni sína og telur að lögráðamannsfyrirkomulagið hafi ekki neikvæð áhrif á syni þeirra. Hann myndi aðeins gera eitthvað ef hann teldi syni sína vera í hættu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert