Stækkaði við það að byrja í körfubolta

Árið 2015 var körfuboltaflokkur fyrir stelpur stofnaður á Íslandi. Þjálfarinn var óvenjulegur og hækkaði í sífellu rána. Þær voru þjálfaðar eins og leiðtogar utan vallar og afrekskonur innan vallar. Þær settu sér snemma það markmið að keppa ávallt við þá bestu og voru sigursælar í drengja- og stúlknamótum. Þetta er saga 8-13 ára stúlkna sem vildu breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi. Með miklum fórnarkostnaði tókust þær á við það mótlæti sem því fylgdi. Höfundur myndarinnar er Guðjón Ragnarsson og er hún sýnd í Sjónvarpi Símans Premium. 

Í myndinni er rætt við stelpurnar í liðinu og foreldra. Hér segir Kolka Henningsdóttir sem er fædd 2006 hvernig körfuboltinn hafi styrkt hana og eflt á öllum sviðum lífsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert