Kasólétt enn þá á háum hælum

Love Island-stjarnan Laura Whitmore á von á barni.
Love Island-stjarnan Laura Whitmore á von á barni. mbl.is/skjáskot Instagram

Love Island-stjarnan Laura Whitmore á von á fyrsta barni sínu hvað úr hverju. Whitmore og eiginmaður hennar Iain Stirling tilkynntu meðgönguna síðla síðasta árs. Von er á barninu á næstu vikum. 

Whitmore er enn þá að vinna og fór í fallegan kjól og háa hæla nýverið og tók af því ljósmynd sem hún deildi á Instagram. Fylgjendur hennar, sem eru rúmlega milljón talsins, óskuðu henni til hamingju með árangurinn. Enda margar konur að velja það að vera á flatbotna skóm í amstri dagsins. 

„Ég er hissa á því að geta enn þá verið á hælum. Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli í dag.“

Fylgjendur hennar segja hana algjöra gyðju. Eitt er víst að litlir bleikir kjólar og húðlitaðir skór standa alltaf fyrir sínu, þótt enginn sé að ætlast til þess að konur gangi um á óþægilegum skóm á meðgöngunni.

Whitmore hefur birt fleiri myndir af sér óléttri þar sem hún segir áhugavert að fylgjast með líkamanum umbreytast á meðgöngunni. 

View this post on Instagram

A post shared by Laura (@thewhitmore)

View this post on Instagram

A post shared by Laura (@thewhitmore)

View this post on Instagram

A post shared by Laura (@thewhitmore)
mbl.is