Greindu frá nýjum erfingja með snjókörlum

Shawn Johnson East og Andrew East fóru frumlega leið í …
Shawn Johnson East og Andrew East fóru frumlega leið í að tilkynna frá væntanlegum erfingja. Skjáskot/YouTube

Fimleikakonan Shawn Johnson East og fyrrverandi NFL-leikmaðurinn Andrew East notuðu heldur betur hugmyndaflugið þegar þau greindu foreldrum East frá að þau ættu von á öðru barni sínu. Hjónin eiga fyrir dótturina Drew Hazel sem er 15 mánaða. 

Þau deildu myndbandinu nýlega þar sem þau segja foreldrum hans frá væntanlegum erfingja. Upphaflega langaði East til að öll fjölskylda hans yrði viðstödd en úr varð að foreldar hans komust bara.

Hann sagði þeim að þau væru að fara að taka fjölskyldumynd úti í snjónum en þá hafði hann búið til fjölskyldu úr snjóköllum, mömmu, pabba og dóttur. Síðan bættu þau við fjórða snjókarlinum, eins konar snjóungbarni, og gáfu þannig til kynna að lítið systkini væri væntanlegt.

mbl.is