Börn fræga fólksins í frumlegum búningum

Fræga fólkið birti myndir af börnum sínum í öskudagsbúningum.
Fræga fólkið birti myndir af börnum sínum í öskudagsbúningum. Samsett mynd

Öskudagurinn er haldinn hátíðlegur í dag um allt land með tilheyrandi búningum. Börn fræga fólksins á Íslandi klæddust búningum eins og önnur börn í dag og birtu foreldrarnir myndir á samfélagsmiðlum. Búningar sem keyptir eru úti í búð eru enn vinsælir en frumlegir heimagerðir búningar eru einnig áberandi í ár.

Skáldið Dóri DNA birti mynd af börnum sínum. Elsti sonur hans var klæddur sem sjónvarpssálfræðingurinn Dr. Phil. Söngkonan Billie Eilish vaknaði heima hjá HAF-hjónunum sem og heima hjá Hrefnu Sætran stjörnukokki en hjá Hrefnu var meðal annars boðið upp á heimagerða Gucci-sokka. 

Barnavefur mbl.is tók saman flotta búninga sem íslenskar stjörnur birtu á samfélagsmiðlum í dag. 

Auðunn Blöndal birti mynd af syni sínum í öskudagsbúningi. 

 Það voru frumlegir búningar heima hjá Dóra DNA. 

 Börn Þórunnar Antoníu klæddust búningum í morgun. 

 Fanney Ingvarsdóttir bloggari birti mynd af dóttur sinni í flottum búningi. 

 Dóttir Karitasar Sveinsdóttur hjá HAF var Billie Eilish. 

Dóttir snyrtifræðingsins Guðríðar Jóns­dótt­ur og Eg­ils Ein­ars­sonar einkaþjálf­ara dressaði sig upp í tilefni dagsins. 

View this post on Instagram

A post shared by Gurrý Jóns (@gurryjons)

Fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir birti myndir af búningunum sem börn hennar og Sóla Hólm grínista klæddust. 


Hrefna Sætran stjörnukokkur birti mynd af börnum sínum í flottum heimagerðum búningum. 

Dóttir Maríu Óskar Skúladóttur og knattspyrnumannsins Jóns Daða Böðvarssonar var Fríða. 

View this post on Instagram

A post shared by MARÍA ÓSK (@mariaosk22)

mbl.is