Ólafía Þórunn og Thomas eiga von á barni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og eiginmaður hennar Thomas Bojanowski eiga von á barni. Ólafía tilkynnti gleðifréttirnar á Instagram í gær. 

Þetta er fyrsta barn parsins saman en von er á barninu í sumar. 

„Hálfnuð! Við eigum von á litlu barni í sumar. Svo mikil ást og tilhlökkun,“ skrifaði Ólafía á Instagram. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is