Hvert er þekktasta barn Íslandssögunnar?

Hvert er þekktasta barn Íslandssögunnar?
Hvert er þekktasta barn Íslandssögunnar? mbl.is/Ómar

Nýr hlaðvarpsþáttur hefur litið dagsins ljós á Rúv. Um er að ræða eins konar hliðarseríu hinna geysivinsælu útvarpsþátta Í ljósi sögunnar, sem Vera Illugadóttir sér um. Þættirnir bera nafnið Í ljósi krakkasögunnar og í þeim verður meðal annars leitast við að svara því hvert þekktasta barn Íslandssögunnar sé. Rúv greinir frá.

Ingibjörg Fríða Helgadóttir, dagskrárgerðarkona á KrakkaRÚV, sér um þættina en fyrsti þátturinn er kominn í loftið. Í honum er fjallað um hina bandarísku Ruby Brigdes sem mikið hefur verið fjallað um upp á síðkastið.

Auk Bridges verður fjallað um Malölu Yousafzai, Gretu Thunberg, Anton Abele og Iqbal Mashi. 

Í viðtali á Rúv sagðist vera Vera gríðarlega spennt fyrir þáttunum og benti á réttilega að krakkar hefðu auðvitað haft áhrif á söguna rétt eins og fullorðnir. 

Fyrsta þáttinn má finna á vef KrakkaRÚV.

mbl.is