Orðið sem er bannað á heimili Katrínar og Vilhjálms

Vilhjálmur og Katrín með börn sín Georg, Lúðvík og Karlottu.
Vilhjálmur og Katrín með börn sín Georg, Lúðvík og Karlottu. AFP

Barnfóstran Maria Borrallo sinnir mikilvægu hlutverki á heimili Katrínar hertogaynju og Vilhjálms Bretaprins. Hún þarf líka að fylgja ýmsum reglum og hefðum í uppeldi barnanna Lúðvíks, Karlottu og Georgs.

Það er eitt orð sem hún má aldrei nota á heimilinu og það er orðið krakkar eða krakki (e. kid). Hún á alltaf að vísa til barnanna með nafni eða segja „börnin“ (e. children). 

Þessi regla gildir einnig í skóla barnanna og er til marks um að sýna börnunum virðingu sem einstaklingum. 

Mirror

AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / DUCHESS OF CAMBRIDGEAFP/
mbl.is