Ljóstrar upp um nöfn tvíburanna

Leikkonan Kristin Wiig á tvíbura sem heita Luna og Shiloh.
Leikkonan Kristin Wiig á tvíbura sem heita Luna og Shiloh. mbl.is/AFP

Leik­arap­arið Kristen Wiig og Avi Rot­hm­an eignuðust tví­bura á síðasta ári. Nú hefur Wiig ljóstrað upp um nöfn barnanna með mjög látlausum hætti.

Í kreditlista nýrrar myndar hennar Barb and Star Go to Vista Del Mar þakkar leikkonan eiginmanni sínum og Lunu og Shiloh sem ætla má að séu nöfn tvíburanna.

Þetta eru fyrstu börn þeirra Wiig og Rot­hm­ans sam­an en þau notuðust við staðgöngumóður. 

mbl.is