Fyrirburar í ofurhetjubúningum

Það er kraftur í þessu litla barni.
Það er kraftur í þessu litla barni. Skjáskot/Instagram

Foreldrar 15 fyrirbura áttu sérstakan dag á gjörgæsludeild barnaspítala í Barcelona. Verið var að fagna kjötkveðjuhátíð og lét spítalinn sérsauma örlitlar skikkjur á börnin.

„Foreldrarnir brustu í grát þegar hjúkrunarfræðingarnir klæddu litlu börnin í skikkjurnar. Þetta var mjög sérstakur dagur. Það hefur ríkt mikil sorg á tímum faraldursins og þetta var örlítil sólarglæta í líf þeirra,“ sagði Sanchez stjórnandi deildarinnar.

„Dagarnir á spítalanum geta verið mjög einsleitir fyrir foreldrana. Þetta framtak gladdi þau mjög.“

Minnstu börnin fæddust eftir aðeins 26 vikna meðgöngu og vógu aðeins 500 grömm. Þetta voru tvíburastelpur. Nú hafa þær þyngst og eru hvor um sig eitt kíló. Þetta eru algjörar hetjur sem berjast fyrir lífi sínu.“

Fyrirburarnir klæðast ofurhetju-skikkjum.
Fyrirburarnir klæðast ofurhetju-skikkjum. Skjáskot/Instagram
Fyrirburarnir hafa allir sigrast á líkum og fá að vera …
Fyrirburarnir hafa allir sigrast á líkum og fá að vera ofurhetjur í einn dag. Skjáskot/Instagram
Börnin bera skikkjurnar vel.
Börnin bera skikkjurnar vel. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert