Yngri systkin notuð sem lóð í ræktinni

Ronan og Storm Keating eiga samtals fimm börn.
Ronan og Storm Keating eiga samtals fimm börn. Skjáskot/Instagram

Eldri börn írska söngvarans Ronan Keating, Missy, 19 ára, og Jack, 21 árs, fundu óvenjulega leið til þess að passa yngri systkini sín. Þau ákváðu að taka þau með sér í heimaræktina og nota þau sem lóð. Þess má geta að litlu börnin eru þriggja ára og ellefu mánaða. 

Foreldrunum fannst þetta sniðugt og settu myndband af uppátækinu á Instagram. 

Ronan Keating og eiginkona hans Storm eiga samtals fimm börn. Stutt er síðan Keating tilkynnti að hann ætlaði í ófrjósemisaðgerð.

Það má nota fleira en lóð til þess að byggja …
Það má nota fleira en lóð til þess að byggja upp vöðva. Skjáskot/Instagrammbl.is