Alltaf þekktur sem krúttlegi strákurinn úr Love Actually

Thomas Brodie-Sangster hefur lítið breyst síðan hann lék í Love …
Thomas Brodie-Sangster hefur lítið breyst síðan hann lék í Love Actually. Samsett mynd

Leikarinn Thomas Brodie-Sangster er þrítugur og þrátt fyrir að hafa leikið í vinsælum þáttum og kvikmyndum er alltaf talað um hann sem krúttlega strákinn úr Love Actually. Leikarinn er meðvitaður um að fátt sem hann tekur að sér toppar leiksigur hans í jólamyndinni sem kom út árið 2003. 

„Ég held að Love Actually fari aldrei neitt. Ég held að ég verði alltaf þekktur sem litli sæti krakkinn í Love Actually. Mér er alveg sama, það er allt í lagi,“ sagði Brodie-Sangster í viðtali við tímarit Mr. Porter. Brodie-Sangster sló meðal annars í gegn í Drottningarbragði á Netflix í fyrra.

Brodie-Sangster var aðeins um tíu ára gamall þegar hann hóf leiklistarferil sinn. Líf margra barnastjarna endar illa en Brodie-Sangster er viss um að þetta hafi verið rétt leið fyrir hann. „Ég hataði, hataði þegar það var talað niður til mín eða barnalega við mig. Þannig að þegar ég fór í tökur töluðu allir við mig eins og ég væri bara manneskja í vinnu og ég elskaði ábyrgðina. En, ég meina, það hefur pottþétt áhrif á hvernig þú þroskast sem manneskja,“ sagði barnastjarnan. 

Thomas Brodie-Sangster í hlutverki sínu í Drottningarbragði ásamt Anyu Taylor-Joy.
Thomas Brodie-Sangster í hlutverki sínu í Drottningarbragði ásamt Anyu Taylor-Joy.

Leikarinn hélt áfram að vera barn þrátt fyrir alla ábyrgðina. Hann nálgaðist leiklistina eins og leik þegar hann var yngri og lék sér með leikföng heima hjá sér. „Ég gat verið mjög fagmannlegur og svo farið heim og leikið mér í marga klukkutíma í herberginu mínu með dót. Þannig leit ég á leiklistina, þetta var bara leikur, ekkert alvarlegt. Þetta snerist bara um að skipta um rödd og leika einhvern annan allan daginn, sem var hvort sem er það sem ég gerði heima með systur minni.“

Thomas Brodie-Sangster lék son Liam Neeson í Love Actually.
Thomas Brodie-Sangster lék son Liam Neeson í Love Actually.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert