Nefndur eftir langafa sínum

Ágúst Filippus ásamt foreldrum sínum, Eugenie prinsessu og Jack Brooksbank.
Ágúst Filippus ásamt foreldrum sínum, Eugenie prinsessu og Jack Brooksbank. AFP

Eugenie prinsessa og eiginmaður hennar Jack Brooksbank hafa gefið syni sínum nafn. Litli drengurinn fékk nafnið August Philip Hawke Brooksbank, eða Ágúst Filippus Haukur Brooksbank.

Ágúst Filippus litli heitir því eftir langafa sínum og afa Eugenie, Filippusi hertoga af Edinborg. Ágúst ber ekki konunglegan titil því faðir hans ber ekki titil heldur. 

Hann er frumburður foreldra sinna en hann kom í heiminn hinn 9. febrúar síðastliðinn.

Langafi Filippus hefur eflaust verið ánægður með nafna sinn.
Langafi Filippus hefur eflaust verið ánægður með nafna sinn. AFP
mbl.is