Þórhildur Sunna og Rafal eignuðust son

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fæddi son rétt fyrir miðnætti á laugardag.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fæddi son rétt fyrir miðnætti á laugardag. Eggert Jóhannesson

Sonur þingkonunnar Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og unnusta hennar Rafals Orpels er kominn í heiminn. Frá þessu greinir Þórhildur Sunna á Facebook. 

Drengurinn litli hefur fengið nafnið Anton Örn Orpel en móður og barni heilsast vel. Anton litli kom í heiminn á heimili sínu og hefur það náðugt með foreldrum sínum. Þetta er fyrsta barn þeirra Þórhildar og Rafals. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is