Eignaðist barn níu mánuðum eftir skilnaðinn

Kyle Newman eignaðist barn með kærustu sinni Cynthiu Nabozny níu …
Kyle Newman eignaðist barn með kærustu sinni Cynthiu Nabozny níu mánuðum eftir að hann sótti um skilnað við Jaime King. Skjáskot/Instagram

Kvikmyndagerðarmaðurinn Kyle Newman og kærasta hans, söngkonan Cynthia Nabozny, eignuðust son á dögunum. Newman er enn giftur leikkonunni Jaime King, hann sótti um skilnað við hana í maí á síðasta ári, eða fyrir um níu mánuðum. 

King segir að hún hafi ekki haft hugmynd um að Newman ætti von á barni með kærustu sinni, en hún vissi þó að hann ætti kærustu. Newman og Nabozny opinberuðu samband sitt rétt fyrir jól.

„Óvænt! Ég er mamma. Í gær buðum við Kyle Newman son okkar, Etienne Noel Newman, velkominn í heiminn,“ skrifaði Nabozny við mynd á Instagram. 

Newman og King gengu í það heilaga árið 2007 en sóttu um skilnað í maí 2020. Þau eiga tvo syni saman, Leo Thames 5 ára og James Knight 7 ára.

View this post on Instagram

A post shared by Cyn (@cynthialovely)

mbl.is