Öll leyndu táknin í óléttutilkynningunni

Misan Harriman tók þessa mynd af parinu þegar þau tilkynntu …
Misan Harriman tók þessa mynd af parinu þegar þau tilkynntu um óléttu sína. AFP

Harry og Meghan komu öllum að óvörum með óléttutilkynningu sinni á Valentínusardag. Tilkynningin virðist þó hafa verið hugsuð í þaula en á ljósmyndinni sem fylgdi tilkynningunni má greina ýmislegt sem er þeim hjartfólgið.

Garðurinn táknar frjósemi

Harry og Meghan deildu svarthvítri ljósmynd af sér undir tré. Harry hvílir hönd sína á höfði Meghan en hún faðmar magann.

Breski ljósmyndarinn Misan, sem er af nígerískum uppruna, segist hafa verið í skýjunum yfir að fá að taka myndina. „Að hjálpa til við að fanga þetta gleðiaugnablik var afar ánægjuleg upplifun eftir missinn sem þau hafa upplifað. Þetta er til marks um sanna vináttu,“ sagði Misan við breska Vogue. „Í bakgrunni er tré lífsins og garðurinn stendur fyrir frjósemi, líf og það að halda áfram. Þau þurftu enga stefnu því þau eru og hafa alltaf verið að dansa saman í gegnum lífið sem algjörir sálufélagar.“

Kjóll frá fyrri meðgöngu

Á myndinni er Meghan í gömlum Carolina Herrara-kjól sem var saumaður á hana á fyrri meðgöngu hennar. Þannig er hún að vísa í fyrra barn sitt auk þess að leggja áherslu á endurnýtingu og umhverfisvernd.

Notting Hill-tilvísun?

Margir hafa bent á að stellingin sem þau eru í minni um margt á klippu úr myndinni Notting Hill, en Notting Hill fjallar einmitt um bandaríska leikkonu sem verður ástfangin af breskum manni. Þarna er verið að líkja þeirra sambandi við ástarævintýri úr kvikmyndasögunni.

Minnast Díönu

Harry og Meghan birtu tilkynninguna á Valentínusardag, en Díana tilkynnti að hún gengi með Harry fyrir 37 árum og voru þær fréttir á forsíðum blaðanna á Valentínusardag. Harry og Meghan eru gjörn á að minnast Díönu með ýmsum látlausum leiðum. Sem dæmi má nefna að það sást í gleym-mér-ei-ar þegar þau tilkynntu komu Archies. 

Hafa ákveðinn stíl

Hjónin hafa ákveðinn stíl þegar kemur að ljósmyndum af þeim. Flestar hafa verið í svarthvítu með smá Hollywood-ívafi. Skemmst er að minnast jólakortanna þeirra sem hafa verið í svarthvítu. Þá var myndin tekin á Ipad sem bendir til þess að þau geti farið óhefðbundnar leiðir.

Vilja sýna hamingjusamt líf þeirra

Sérfræðingar segja að þeim sé umhugað um að það sjáist hversu hamingjusöm þau eru. 

„Hann situr í grasinu, berfættur, með eiginkonuna í fanginu. Hann er augljóslega í skýjunum,“ segir Judi James, sérfræðingur í líkamstjáningu. „Hann vill vernda hana og einbeitir sér mjög að henni. Hann situr í mjög óþægilegri stöðu en er samt skælbrosandi. Það bendir til þess að hann vilji sýna með afdráttarlausum hætti hversu hamingjusamur hann er.“

Díana og Harry skömmu fyrir andlát hennar. Meghan og Harry …
Díana og Harry skömmu fyrir andlát hennar. Meghan og Harry eru dugleg að minnast hennar með ýmsum hætti. AFP
Meghan með Archie en hún vísar í hann með því …
Meghan með Archie en hún vísar í hann með því að vera í kjól sem saumaður var þegar hún gekk með hann. AFP
Að tilefni Mæðradagsins birtu Harry prins og Meghan Markle þessa …
Að tilefni Mæðradagsins birtu Harry prins og Meghan Markle þessa mynd af fótum Archie litla. Gleym mér ei blómin voru vísun í Díönu móður Harry.
Jólakortamynd Harry og Meghan árið 2018. Það er í stíl …
Jólakortamynd Harry og Meghan árið 2018. Það er í stíl við aðrar myndir sem koma frá þeim. Svörthvít ljósmynd sem sýnir glæsilegan lífsstíll, mikla hamingju með Hollywood ívafi. AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / CHRIS ALLERTON
mbl.is