Syrgir soninn sem lést í móðurkviði

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen syrgir litla drenginn sinn sem hún fékk aldrei að hitta. Á laugardag birti hún mynd á Instagram þar sem sást að hún var með perlað armband með nafni hans og skrifaði undir: „Í dag var fæðingardagur þinn. Við elskum þig að eilífu.“

Teigen og eiginmaður hennar John Legend misstu son sinn Jack í september síðastliðnum. Hún opnaði sig í fallegri ritgerð nokkrum vikum seinna þar sem hún lýsti sorginni sem fylgir því að missa barn í móðurkviði. 

Fyrir eiga þau Teigen og Legend börnin Lunu og Miles. 

Teigen hefur tjáð sig opinskátt um sorgina og segist enn eiga eftir að sættast við að þetta hafi gerst. 

mbl.is