Sonurinn mætti stundvíslega á settum degi

Mandy Moore er orðin móðir.
Mandy Moore er orðin móðir. AFP

This is Us-stjarnan Mandy Moore eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum með eiginmanni sínum Taylor Goldsmith. Moore sem er 36 ára birti mynd á Instagram og greindi frá því að drengurinn hefði fengið nafnið Agúst Harrison Goldsmith. 

„Gus er mættur,“ skrifaði Moore. Hollywood-stjarnan segir soninn stundvísan en hann kom á settum degi við mikla gleði foreldra sinna. Hjónin voru viðbúin að falla fyrir syni sínum en Moore segir að þau hefðu ekki getað ímyndað sér alla þá ást sem þau upplifðu. 

Moore og Goldsmith voru búin að reyna að eignast barn í dágóðan tíma. Eftir að hafa leitað til læknis var ákveðið að Moore færi í aðgerð vegna endómetríósu. Rétt fyrir aðgerðina varð hún hins vegar ólétt. 

View this post on Instagram

A post shared by Mandy Moore (@mandymooremm)

mbl.is