Var lögð inn á geðdeild sem barn

Drew Barrymore.
Drew Barrymore. AFP

Drew Barrymore segist hafa verið lögð inn á geðdeild í átján mánuði þegar hún var þrettán ára.

„Ég var stjórnlaus. Ég var að fara á skemmtistaði, stal bílnum af mömmu og svo framvegis,“ segir Barrymore í viðtali hjá Howard Stern hjá SiriusXM.

„Stundum var þetta léttvægt en stundum varð ég svo reið og stjórnlaus að mér var hent í „The Thing“,“ sagði Barrymore og átti þá við geðdeild þar sem hún varði átján mánuðum ævi sinnar.

„Ég var á stað í eitt og hálft ár sem heitir Van Nuys Psychiatric og þar var ekki hægt að komast upp með neitt rugl. Ef maður reyndi eitthvað var manni hent í klefa með bólstruðum veggjum eða settur í börur og bundinn niður,“ sagði Barrymore en móðir hennar lét leggja hana inn.

„Ég held að hún hafi búið til skrímsli sem hún vissi ekkert hvað átti að gera við. Þetta var síðasta tilraun hennar til að bjarga mér en ég var virkilega stjórnlaus. Ég fyrirgef henni fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Hún hefur líklegast trúað því að þetta væri það eina rétta í stöðunni.

Á einhvern afbrigðilegan hátt gerði þetta mér gott. Ég róaðist aðeins.“

mbl.is