Lítil óléttukúla leyndist undir kjólnum

Gal Gadot klæddist víðum kjól á Golden Globe.
Gal Gadot klæddist víðum kjól á Golden Globe. AFP

Ofurkonan Gal Gadot á von á sínu þriðja barni. Hollywoodstjarnan mætti á Golden Globe-verðlaunahátíðina í grunsamlega víðum kjól á sunnudaginn. Daginn eftir staðfesti hún svo að hún ætti von á sér.

„Nú byrjar þetta aftur,“ skrifaði stjarnan á samfélagsmiðla sína. Hún birti einnig mynd af sér ásamt börnum sínum tveimur og eiginmanni. 

Gadot er 35 ára og búin að vera gift eiginmanni sínum, Yaron Varsano, síðan árið 2008. Þau eiga tvær dætur sem eru fæddar árin 2011 og 2017. Nú er von á þriðja barninu en stjarnan hefur ekki greint fra kyninu. 

Gal Gadot á Golden Globe.
Gal Gadot á Golden Globe. AFP
View this post on Instagram

A post shared by Gal Gadot (@gal_gadot)mbl.is