Svarar gagnrýninni fullum hálsi

Hilaria og Alec Baldwin komu öllum á óvart með sjötta …
Hilaria og Alec Baldwin komu öllum á óvart með sjötta barninu aðeins fimm mánuðum eftir að fimmta barnið fæddist. mbl.is/skjáskot Instagram

Nýjustu fregnir þess eðlis að Alec og Hilaria Baldwin hafi bætt við sig sjötta barninu með aðstoð staðgöngumóður hafa valdið miklum usla í netheimum. Sitt sýnist hverjum um barnafjöldann og margir hafa látið skoðanir sínar í ljós með afdráttarlausum hætti. 

Alec Baldwin lætur ekki slíkt yfir sig ganga og skrifar við athugasemdirnar: „Steinhaltu kjafti og skiptu þér ekki af annarra manna málum.“

Við aðra athugasemd skrifaði Baldwin: „Ég trúi því að fólk ætti einfaldlega að segja til hamingju eða steinhalda kjafti. Það er allt og sumt.“

Ekki hafa þó allar athugasemdirnar verið neikvæðar og margir óska þeim til hamingju. Einn skrifaði: „Mín fyrstu viðbrögð voru „Almáttugur“ en þetta kemur mér ekki við og ef þau elska og geta séð fyrir öllum þessum börnum þá Guð blessi þau,“ skrifaði einn.

Nýjasta viðbótin er stúlka sem hlotið hefur nafnið Lucia. Fyrir eiga hjónin Car­men Gabrielu, og syn­ina Rafa­el Thom­as, Leon­ar­do Ang­el Char­les, Romeo Al­ej­andro Dav­id og svo hinn 5 mánaða gamla Edu­ar­do. Þá á Alec Baldwin dótturina Ireland frá fyrra hjónabandi.

Virkir í athugasemdum geta sært tilfinningar annarra. Alec Baldwin svarar …
Virkir í athugasemdum geta sært tilfinningar annarra. Alec Baldwin svarar fullum hálsi. Skjáskot
mbl.is