Eignuðust barnið með hjálp staðgöngumóður

Hilaria Baldwin ásamt eiginmanni sínum, leikaranum, Alec Baldwin.
Hilaria Baldwin ásamt eiginmanni sínum, leikaranum, Alec Baldwin. mbl.is/skjáskot Instagram

Sjötta barn Alecs og Hilariu Baldwin kom í heiminn með aðstoð staðgöngumóður. Baldwin-hjónin tilkynntu í vikunni að þau hefðu eignast sitt sjötta barn saman. Tilkynningin vakti athygli þar sem aðeins fimm mánuður eru liðnir síðan þau eignuðust sitt fimmta barn. 

Samkvæmt heimildum Page Six eignuðust þau barnið með hjálp staðgöngumóður. Barnið litla, sem er stúlka, hefur fengið nafnið Lucia.

Baldwin-hjónin hafa verið gagnrýnd fyrir barnafjölda sinn og einnig fyrir að koma ekki hreint fram strax um hvaðan Lucia litla kom. Þegar einn fylgjandi Alecs spurði í athugasemdakerfinu á Instagram hvort þau hefðu notast við staðgöngumóður reiddist Alec mikið og hraunaði yfir fylgjandann. 

Stein­haltu kjafti og skiptu þér ekki af annarra manna mál­um,“ skrifaði Alec meðal annars í athugasemdakerfið. 

mbl.is