Hafði betur í fósturvísamálinu endalausa

Nick Loeb og Sofia Vergara þegar allt lék í lyndi.
Nick Loeb og Sofia Vergara þegar allt lék í lyndi. AFP

Kaupsýslumaðurinn Nick Loeb fær ekki að nota fósturvísa sem hann og Modern Family-leikkonan Sofia Vergara létu frysta þegar þau voru saman. Parið sleit trúlofun sinni árið 2014 og hafa málaferlin tekið mörg ár. 

Dómari í Los Angeles úrskurðaði Vergara í hag í vikunni. Niðurstaða dómsins var á þann veg að Leob fær ekki að nýta fósturvísana nema með samþykki hollywoodstjörnunnar. Loeb vonaðist til þess að fá staðgöngumóður til þess að ganga með barn. Verg­ara krafðist þess að Loeb yrði bannað að nýta fóst­ur­vís­ana án skrif­legs samþykk­is henn­ar eins og kom fram í samn­ingi þeirra í upp­hafi.

Ekki er langt síðan dómari í Louisi­ana í Banda­ríkj­un­um vísaði málinu frá. Fyrr­ver­andi parið hætti sam­an árið 2014 en Loeb hef­ur gert leik­kon­unni lífið leitt í nokk­ur ár með mála­ferl­um. Málið hófst í Kali­forn­íu þar sem fóst­ur­vís­arn­ir voru fryst­ir.

Nick Leob og Sofia Vergara árið 2012.
Nick Leob og Sofia Vergara árið 2012. REUTERS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert