Heiðar og Kolbrún eiga von á barni

Heiðar Örn Kristjánsson og Kolbrún Haraldsdóttir eiga von á barni …
Heiðar Örn Kristjánsson og Kolbrún Haraldsdóttir eiga von á barni saman. Ljósmynd/Twitter

Eurovisionfarinn Heiðar Örn Kristjánsson og unnusta hans Kolbrún Haraldsdóttir eiga von á barni. Heiðar tilkynnti gleðifréttirnar á Facebook í gær. 

Heiðar er hvað þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsvetinni Botnleðju en hann var einnig í sveitinni Pollapönki sem fór fyrir Íslands hönd á Eurovision árið 2014. 

„Nei nú er ég svo aldeilis hissa! Það er von á litlu kríli í september! Hamingjan er hér,“ skrifaði Heiðar á Facebook. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is