Líkist móður sinni um of

Sitt sýnist hverjum um það hvernig dóttirin sækist eftir því …
Sitt sýnist hverjum um það hvernig dóttirin sækist eftir því að líkjast móður sinni. Skjáskot/Instagram

Dóttir bresku glamúrfyrirsætunnar Katie Price er farin að sækjast mjög eftir því að líkjast móður sinni. Princess er þrettán ára og strax orðin mjög vinsæl á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. 

Price hefur lengi mátt þola gagnrýni fyrir að mála dætur sínar og gera þær fullorðinslegri en þær eru. Peter Andre, faðir Princess, er sagður mjög óhress með tilburði móður hennar en hann vill alls ekki að Princess feti í fótspor móðurinnar.

Sjálf hefur Katie Price margoft lagst undir hnífinn til þess að láta „lagfæra“ útlit sitt. 

View this post on Instagram

A post shared by Katie Price (@katieprice)

View this post on Instagram

A post shared by Katie Price (@katieprice)

mbl.is