Kasólétt á forsíðu Playboy

Christine Quinn prýðir forsíðu Playboy í Suður-Afríku í mars.
Christine Quinn prýðir forsíðu Playboy í Suður-Afríku í mars. Skjáskot/Instagram

Selling Sunset-stjarnan Christine Quinn gengur nú með sitt fyrsta barn. Hún prýðir forsíðu Playboy í Suður-Afríku í mars. 

Quinn greindi frá því í febrúar að hún og eiginmaður hennar Christian Richard ættu von á sínu fyrsta barni. 

„Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir að vera beðin að vera á forsíðu Playboy til að fagna alþjóðlegum mánuði kvenna. Stöndum saman og endurskilgreinum hvað það þýðir að finnast maður kynþokkafullur, fallegur og sterkur sem kona. Líkamar okkar breytast í sífellu, og ég fagna því með gleði á meðgöngunni,“ skrifaði Quinn í færslu á Instagram. 

mbl.is