Lampard hjónin eignast son

Frank og Christine Lampard fagna barnaláni þessa dagana.
Frank og Christine Lampard fagna barnaláni þessa dagana. Skjáskot/Instagram

Breski fótboltakappinn Frank Lampard og sjón­varps­stjarn­an Christ­ine eignuðust son á dögunum. Móður og barni heilsast vel og eru allir sagðir í skýjunum. Strákurinn hefur hlotið nafnið Frederick George Lampard. 

Þetta er annað barn þeirra saman en fyrir áttu þau dótturina Patriciu sem er tveggja ára. Þá átti Frank Lampard tvær dætur úr fyrra hjónabandi, þær Islu og Lunu sem eru 13 og 15 ára.

mbl.is