Dóttirin byrjuð að læra rússnesku

Bradley Cooper ásamt dóttur sinni Leu De Seine.
Bradley Cooper ásamt dóttur sinni Leu De Seine. AFP

Hin þriggja ára Lea De Seine er farin að læra rússnesku. Lea litla er dóttir stjörnuparsins Bradleys Coopers og Irinu Shayk en hún lærir rússnesku í rússneskuskóla í fjármálahverfinu í New York-borg. 

Mamma hennar Shayk er ættuð frá Rússlandi og því lærir stúlkan litla rússnesku líka. Shayk fæddist í Yemanzhelinsk í Rússlandi en flutti til Bandaríkjanna árið 2007. 

Skólinn sem Lea litla sækir er ætlaður fyrir þau sem vilja halda rússneska tungumálinu við eða læra nýtt tungumál.

Bæði Cooper og Shayk fara með dóttur sína í skólann en þau eru bæði búsett í New York svo þau geti alið dóttur sína upp saman. Þau deila forræði yfir henni en þau hættu saman árið 2019 eftir fjögurra ára samband. 

Page Six

mbl.is