Gagnrýnd fyrir að slétta hár dótturinnar

Kim Kardashian
Kim Kardashian AFP

Svo virðist sem það hafi farið fyrir brjóstið á mörgum að Kim Kardashian slétti hár elstu dóttur sinnar North. 

Kardashian birti mynd af North á Instagram á dögunum þar sem hún er með sítt slétt hár. Sitt sýnist hverjum um það uppátæki. Þó svo að margir hrósi stúlkunni benda margir á hversu skaðlegt það getur verið fyrir krullað hár að vera svona mikið sléttað. Það sé ekki til fyrirmyndar. mbl.is