Heppin að fá fullt af gjöfum þrátt fyrir litla veislu

Rut Marín fermdist á Akureyri í fyrra.
Rut Marín fermdist á Akureyri í fyrra. mbl.is/Agnes H. Skúladóttir

Rut Marín Róbertsdóttir er í 9. bekk Naustaskóla á Akureyri. Hún hefur áhuga á íþróttum og æfir fótbolta með Þór/KA. Hún fermdist hinn 29. ágúst í fyrra í Akureyrarkirkju.

„Mér fannst mjög gaman að fermast, en aðeins ólíkt því sem ég hafði ímyndað mér þótt í heild hafi allt verið mjög skemmtilegt.

Það var gaman að vera í kirkjunni með vinum mínum, að fá alla athyglina og eiga kósídag með fjölskyldunni.“

Rut Marín lét taka ljósmyndir af sér í fermingarfötunum en …
Rut Marín lét taka ljósmyndir af sér í fermingarfötunum en einnig í þægilegri fötum sem hún kann vel við sig í. mbl.is/Agnes H. Skúladóttir

Hver var besta fermingargjöfin?

„Ég var heppin að fá gjafir og fullt af peningum þrátt fyrir að halda bara litla veislu.“

Hvernig var að fræðast um kristna trú?

„Mér fannst það alveg áhugavert en misskemmtilegt.“

Muntu nota þær hugmyndir sem voru kenndar í fermingarfræðslunni í lífinu?

„Já alveg mögulega einhverjar, en út af kórónuveirunni fórum við mjög lítið í fermingarfræðslu.“

Hvar keyptirðu fermingarfötin?

„Ég keypti kjól og bol í Gallerí 17 og Nike-skó í Útilífi.“

Áttu eitt gott ráð fyrir fermingarbörnin á þessu ári?

„Að njóta dagsins og byrja snemma að undirbúa svo maður sé ekki í neinu stressi.“

Það er vinsælt að taka ljósmyndir á fermingadaginn úti og …
Það er vinsælt að taka ljósmyndir á fermingadaginn úti og að leyfa fermingabarninu að ráða hvar. mbl.is/Agnes Heiða Skúladóttir
Rut Marín naut sín í ljósmyndatökunni.
Rut Marín naut sín í ljósmyndatökunni. mbl.is/Agnes Heiða Skúladóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert