Styrkti tengslin við dæturnar

Jimmy Fallon.
Jimmy Fallon. AFP

Jimmy Fallon segist hafa upplifað margt minnisstætt í samkomubanninu. Hann ætlar að minnast þess að eitt ár er liðið frá því kórónuveiran hóf innreið sína í samfélög manna. Þá segir hann að þetta hafi verið sá tími sem hann fékk að styrkja tengslin við dætur sínar tvær.

„Ég virkilega náði að tengjast dætrum mínum á þessum tíma. Venjulega var ég aldrei heima það lengi. Ég er yfirleitt alltaf í vinnunni. Þarna fékk ég að fara á fætur og fara að sofa með þeim á hverju einasta kvöldi í marga mánuði. Ég held að það hafi myndað tengsl sem verða ekki rofin,“ segir Fallon.

View this post on Instagram

A post shared by Jimmy Fallon (@jimmyfallon)

mbl.is