Jökull er spenntur fyrir fermingunni

Jökull vakti athygli í fyrra fyrir tónlistaratriði sem hann flutti …
Jökull vakti athygli í fyrra fyrir tónlistaratriði sem hann flutti á athöfn hjá Siðmennt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jökull Jónsson er í níunda bekk í Hagaskóla og ætlar að fermast hjá Siðmennt þann 27. mars næstkomandi. Jökull er spenntur fyrir fermingunni og segir að fermingarfræðslan hafi gefið sér meiri færni í lífinu. Hann er sonur Jóns Ólafssonar og Hildar Völu Einarsdóttur tónlistarfólks. 

„Ég hef orðið betri í að leysa vandamál eins og við tókum fyrir í fræðslunni og lært heilan helling á því.“

Jökull ætlar að mæta í athöfnina og láta ferma sig.

„Síðan er ég að spila í tveimur athöfnum daginn eftir. Að þeim loknum ætlum við fjölskyldan að bruna út á land, gista á góðum stað og fá okkur gott að borða. Ég reikna svo með að bjóða vinunum í veislu við gott tækifæri. Ég ætla að láta þessi veisluhöld duga.“

Jökull á ekki langt að sækja tónlistarhæfileika sína en faðir …
Jökull á ekki langt að sækja tónlistarhæfileika sína en faðir hans er Jón Ólafsson tónlistarmaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um hvað snýst lífið þegar maður er á þínum aldri?

„Það er bara mjög mismunandi eftir fólki. Mér finnst það snúast um að skemmta sér og hlakka til framtíðarinnar.“

Hvernig verður þú klæddur?

„Ég á eiginlega eftir að ákveða það, en ætli ég verði ekki bara svolítið fínn.“

Af hverju valdirðu að fermast hjá Siðmennt?

„Það er vegna þess að mig langaði ekkert rosalega mikið til að fermast í kirkju, jafnvel þó að nánast allir ætluðu að gera það.“

Jökull er mjög spenntur fyrir framtíðinni og langar að starfa tengt tónlistinni þá. Hann hefur vakið athygli víða fyrir hæfileika sína í tónlist; þar á meðal hjá Siðmennt þar sem hann tók lag í fermingarathöfn í fyrra sem vakti mikla lukku.

„Lagið er erlent með íslenskum texta eftir mig. Þetta er lag þar sem ég syng um kosti þess að fermast borgaralega og því hálfgerð auglýsing fyrir Siðmennt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert