Alma Möller orðin tvíburaamma

Alma D. Möller er orðin amma.
Alma D. Möller er orðin amma.

Alma Möller landlæknir er orðin amma. Fyrir viku eignuðust Jónas Már Torfason, sonur Ölmu, og kærasta hans Andrea Gestsdóttir tvíburadætur. Þær eru fyrstu barnabörn Ölmu.

Litlu stúlkurnar hafa nú þegar fengið nöfnin sín og þar fékk Alma eina litla nöfnu en þær heita Alma Jóhanna og Vigdís Salka. 

Jónas Már segir frá fæðingu dætra sinna í færslu á Facebook. „Þær vildu endilega flýta sér í þennan heim og komu með bráðakeisara eftir tæplega 31 viku meðgöngu. Miðað við aldur og fyrri störf eru þær ótrúlega hraustar og braggast með hverjum degi,“ skrifar Jónas.

Hann bætir við að móður heilsist vel en að fram undan sé áframhaldandi vist á vökudeild.

Barnavefurinn óskar þeim til hamingju!

mbl.is