Barnabarn Elísabetar eignaðist dreng

Zara Philips og Mike Tindall.
Zara Philips og Mike Tindall. AFP

Zara Tindall, næ­stelsta ömmu­barn Elísa­bet­ar Breta­drottn­ingar, eignaðist sitt þriðja barn með eiginmanni sínum Mike Tindall á sunnudaginn. Lítill drengur kom í heiminn á heimili þeirra en fyrir eiga hjónin tvær dætur. 

„Zara og Mike Tindall eru glöð að tilkynna fæðingu þriðja barns síns, Lúkasar Filippusar Tindalls,“ sagði talsmaður hjónanna að því er fram kemur á vef Hello

Zara Tindall er dótt­ir Önnu prins­essu, sem er eina dótt­ir Elísa­bet­ar drottn­ing­ar. Hún er gift Mike Tindall sem er fyrr­ver­andi rúbbíleikmaður. Tindall-hjón­in gengu í hjóna­band árið 2011 og eiga dæt­urn­ar Miu sem er sjö ára og Lenu sem verður þriggja ára í júní. Zara missti tvisvar fóst­ur áður en yngri dótt­ir þeirra kom í heim­inn.

Ættleggur Elísabetar stækkar ört. Ekki er langt síðan Eugenie prinsessa eignaðist sitt fyrsta barn auk þess sem Harry og Meghan eiga von á öðru barni sínu í sumar.

mbl.is