Óskarsverðlaunaleikkona orðin móðir

Emma Stone er orðin móðir.
Emma Stone er orðin móðir. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Emma Stone eignaðist sitt fyrsta barn hinn 13. mars með Sat­ur­day Nig­ht Live-leik­stjór­an­um Dav­id McCary.  Hjónin hafa ekki sjálf greint frá komu barnsins en slúðurmiðillinn TMZ greinir frá fæðingunni. Ekki er vitað hvort hjónin eignuðust dreng eða stúlku. 

Stone reynir að halda sig utan sviðsljóssins þegar hún er ekki að sinna starfi sínu og er ekki á samfélagsmiðlum. Ólíkt mörgum stjörnum greindu því hjónin hvorki frá fæðingunni né meðgöngunni á samfélagsmiðlum. Fréttir af væntanlegum erfingja bárust fyrst í byrjun árs.  

Hjón­in byrjuðu sam­an árið 2017. Frétt­ir af hjóna­bandi Stone og McCarys voru staðfest­ar í sept­em­ber en hjón­in trú­lofuðu sig í des­em­ber 2019. 

mbl.is