Dóttirin kom í heiminn á fyrsta brúðkaupsafmælinu

Chandler Powell og Bindi Irwin eignuðust sitt fyrsta barn 25. …
Chandler Powell og Bindi Irwin eignuðust sitt fyrsta barn 25. mars. Skjáskot/Instagram

Hin ástralska Bindi Irwin, dóttir dýralífssjónvarpsstjörnunnar Steves Irwins, eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum. Irwin og eiginmaður hennar Chandler Powell buðu dóttur sína velkomna í heiminn hinn 25. mars, á fyrsta brúðkaupsdaginn sinn. 

Litla stúlkan hefur fengið nafnið Grace Warrior Irwin Powell. Millinöfn hennar, Warrior Irwin, eru til heiðurs föður Irwin, Steve, sem lést af slysförum árið 2009.

View this post on Instagram

A post shared by Bindi Irwin (@bindisueirwin)

mbl.is