Berglind Icey og Örn eiga von á stúlku

Örn Valdimar Kjartansson og Berglind Icey eiga von á lítilli …
Örn Valdimar Kjartansson og Berglind Icey eiga von á lítilli stúlku í ágúst. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Berglind Icey og kærasti hennar Örn Valdimar Kjartansson fjárfestir eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið hélt kynjaveislu um helgina þar sem í ljós að von væri á lítilli stelpu í ágúst. 

Berg­lind hef­ur frá ung­lings­aldri verið áber­andi á Íslandi en hún hóf fer­il sinn sem fyr­ir­sæta. Hún keppti til dæm­is í Hawaii­an Tropic-keppn­inni 1997 en þátt­taka í þeirri keppni opnaði marg­ar dyr. Fyr­ir­sætu­störf­in leiddu hana til Hollywood þar sem hún lék í nokkr­um bíó­myndum og vann þar að spenn­andi verk­efn­um. Eftir 20 ár í bransanum flutti Berglind aftur heim til Íslands. 

Berglind og Örn hafa verið saman frá árinu 2018.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

View this post on Instagram

A post shared by berglindicey (@berglindicey)

mbl.is