Sænski prinsinn kominn með nafn

Júlían Herbert Folke Svíaprins.
Júlían Herbert Folke Svíaprins. Skjáskot/Instagram

Sonur Karls Filippusar Svíaprins og Soffíu prinsessu hefur fengið nafnið Júlían Herbert Folke. Sænska konungshöllin greindi fá þessu í gær. 

Júlían litli kom í heiminn á föstudaginn síðasta og vó 3,2 kíló og var 49 sentímetra langur. 

Júlían prins er hluti af sænsku konungsfjölskyldunni en mun ekki gegna konunglegum skyldum og ekki vera ávarpaður yðar hátign. Hann mun þó bera prinstitil. 

mbl.is