Skammaði mömmu sína opinberlega

Kendall Jenner.
Kendall Jenner. AFP

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner skammaði móður sína, raunveruleikaþáttastjörnuna Kris Jenner, fyrir tíst sem leit út fyrir að vera leynd óléttutilkynning. Svo virðist sem fyrirsætan eigi ekki von á barni þvert á það sem aðdáendur hennar lásu úr skilaboðum móður hennar.

„Þú getur þetta!!!,“ tísti stjörnumamman sem birti pelalyndistákn með tístinu og beindi skilaboðunum að eina barninu sem er barnlaust. „Mamma, þetta lítur út eins og óléttutilkynning!“ skrifaði fyrirsætan Kendall Jenner og virtist þar með koma í veg fyrir frekari sögusagnir um að hún ætti von á barni.

Aðdáendur Kardashian-þáttanna vita hvað bjó að baki tístinu en Kylie Jenner bauðst til þess að passa börn systra sinna, Khloé og Kim Kardashian, svo þær kæmust út að skemmta sér. 

Kris Jenner.
Kris Jenner. AFP
mbl.is