Þriðja barnið kom í heiminn í stofunni

Hilary Duff fæddi sitt þriðja barn þann 24. mars.
Hilary Duff fæddi sitt þriðja barn þann 24. mars. AFP

Leikkonan Hilary Duff fæddi sitt þriðja barn í heiminn 24. mars síðastliðinn. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Mae James Blair. Á laugardag birti Duff einstaklega fallega mynd sem var tekin nokkrum augnablikum eftir að litla stúlkan kom í heimin. 

Á myndinni sést öll fjölskyldan, Duff, eiginmaður hennar Matthew Koma, dóttir þeirraa Banks og sonur Duff, Luca. Duff fæddi dóttur sína í uppblásinni sundlaug heima hjá sér og var Banks litla komin ofan í laugina með mömmu sinni til að virða litlu systur sína fyrir sér. 

Öll fjölskyldan var viðstödd fæðinguna.
Öll fjölskyldan var viðstödd fæðinguna. Skjáskot/Instagram
mbl.is